Vladimír Pútín Rússlandsforseti vill „nota veturinn sem stríðsvopn“ í baráttu sinni í Úkraínu, að sögn Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO.
„Við þurfum að vera viðbúin því að fleiri flóttamenn fari yfir hins hluta Evrópu“ vegna „vísvitandi árása [Rússa] á mikilvæga innviði, hita, lýsingu, vatn, gas“ í Úkraínu, sagði Stoltenberg áður en fundur NATO með utanríkisráðherrum hófst í Búkarest í Rúmeníu.
Meðal þeirra sem sitja fundinn er Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra Íslands, en hún hélt til Rúmeníu frá Úkraínu þar sem hún fundaði með Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu og öðrum ráðherrum ríkisins ásamt utanríkisráðherrum frá öðrum Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum.