Tveir sakfelldir fyrir undirróður

Frá árásinni 6. janúar 2021.
Frá árásinni 6. janúar 2021. AFP

Stew­art Rhodes, stofn­andi hægri sam­tak­anna Oath Kee­pers, var fund­inn sek­ur fyr­ir und­ir­róður í dag fyr­ir hlut­verk sitt í árás­inni á þing­hús Banda­ríkj­anna 6. janú­ar 2021.

Ann­ar fé­lags­maður sam­tak­anna var fund­inn sek­ur fyr­ir sam­særi um und­ir­róður. Þrír voru sýknaðir af sömu kæru, en sá sem er fund­inn sek­ur fyr­ir slíkt at­hæfi má bú­ast við allt að 20 ára fang­els­is­dómi.

Þrátt fyr­ir þetta voru all­ir fimm fé­lags­menn­irn­ir fund­ir sek­ir um aðra glæpi.

Stewart Rhodes, stofnandi Oath Keepers militia.
Stew­art Rhodes, stofn­andi Oath Kee­pers militia. AFP

Sakaðir um að skipu­leggja upp­reisn

Rhodes er 57 ára, fyrr­ver­andi hermaður og út­skrifaðist með gráðu í lög­fræði frá Yale. Hann og fjór­ir aðrir í sam­tök­un­um voru sakaðir um það að skipu­leggja upp­reisn, með það að mark­miði að snúa við úr­slit­um for­seta­kosn­ing­anna í Banda­ríkj­un­um árið 2020 þegar Joe Biden Banda­ríkja­for­seti bar sig­ur úr být­um gegn Don­ald Trump.

Mörg hundruð stuðnings­menn Trumps hafa verið hand­tekn­ir fyr­ir þátt­töku sína í árás­inni á þing­húsið en þeir hafa fengið væg­ari refs­ingu en Rhodes og fé­lags­menn Oath Kee­pers.

Tólf manna kviðdóm­ur lagðist und­ir feld í þrjá daga áður en kom­ist var að niður­stöðu. Málið hef­ur vakið mikla at­hygli í Banda­ríkj­un­um og víðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka