Tveir sakfelldir fyrir undirróður

Frá árásinni 6. janúar 2021.
Frá árásinni 6. janúar 2021. AFP

Stewart Rhodes, stofnandi hægri samtakanna Oath Keepers, var fundinn sekur fyrir undirróður í dag fyrir hlutverk sitt í árásinni á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021.

Annar félagsmaður samtakanna var fundinn sekur fyrir samsæri um undirróður. Þrír voru sýknaðir af sömu kæru, en sá sem er fundinn sekur fyrir slíkt athæfi má búast við allt að 20 ára fangelsisdómi.

Þrátt fyrir þetta voru allir fimm félagsmennirnir fundir sekir um aðra glæpi.

Stewart Rhodes, stofnandi Oath Keepers militia.
Stewart Rhodes, stofnandi Oath Keepers militia. AFP

Sakaðir um að skipuleggja uppreisn

Rhodes er 57 ára, fyrrverandi hermaður og útskrifaðist með gráðu í lögfræði frá Yale. Hann og fjórir aðrir í samtökunum voru sakaðir um það að skipuleggja uppreisn, með það að markmiði að snúa við úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti bar sigur úr býtum gegn Donald Trump.

Mörg hundruð stuðningsmenn Trumps hafa verið handteknir fyrir þátttöku sína í árásinni á þinghúsið en þeir hafa fengið vægari refsingu en Rhodes og félagsmenn Oath Keepers.

Tólf manna kviðdómur lagðist undir feld í þrjá daga áður en komist var að niðurstöðu. Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og víðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka