Villimannslegar árásir Rússa á innviði

Antony Blinken ræðir við Melanie Joly, utanríkisráðherra Kanada.
Antony Blinken ræðir við Melanie Joly, utanríkisráðherra Kanada. AFP/Andrei Pungovschi

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur fordæmt árásir Rússa á innviði í Úkraínu og segir þær villimannslegar.

„Síðustu vikur hafa Rússar sprengt upp meira en þriðjung orkukerfis Úkraínu og sett milljónir manna út á gaddinn,“ sagði Blinken eftir fund með utanríkisráðherrum NATO í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu.

„Þetta eru nýju skotmörk forsetans [Vladimírs Pútíns]. Hann ræðst hart að þeim. Að fara svona illa með úkraínskan almenning er villimannslegt,“ bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka