Rússar hafna skilmálum Bidens

Vladimir Pútín Rússlandsforseti í gær.
Vladimir Pútín Rússlandsforseti í gær. AFP/Vladimir Astapkovich

Rússnesk stjórnvöld hafa hafnað skilmálum Joes Bidens Bandaríkjaforseta vegna mögulegra friðarviðræðna Úkraínumanna við Vladimír Pútín Rússlandsforseta.

Þau segja að sókn hersveita sinna muni halda áfram.

„Hvað sagði Biden forseti í raun og veru? Hann sagði samningaviðræður aðeins vera mögulegar eftir að Pútín yfirgefur Úkraínu,“ sagði Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar, á blaðamannafundi.

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP/Ludovic Marin

Hann bætti við að Rússar væru alls ekki tilbúnir til að samþykkja þessa skilmála.

„Sérstaka hernaðaraðgerðin heldur áfram,“ sagði Peskov og átti þar við innrás Rússa í Úkraínu og hernað þeirra þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert