Rússnesk stjórnvöld hafa hafnað skilmálum Joes Bidens Bandaríkjaforseta vegna mögulegra friðarviðræðna Úkraínumanna við Vladimír Pútín Rússlandsforseta.
Þau segja að sókn hersveita sinna muni halda áfram.
„Hvað sagði Biden forseti í raun og veru? Hann sagði samningaviðræður aðeins vera mögulegar eftir að Pútín yfirgefur Úkraínu,“ sagði Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar, á blaðamannafundi.
Hann bætti við að Rússar væru alls ekki tilbúnir til að samþykkja þessa skilmála.
„Sérstaka hernaðaraðgerðin heldur áfram,“ sagði Peskov og átti þar við innrás Rússa í Úkraínu og hernað þeirra þar.