Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, í morgun að árásir Rússa á innviði Úkraínu séu óhjákvæmilegar. Sakaði hann Vesturlönd um skaðlega stefnu.
Pútín sagði Rússa neyðast til að gera árásirnar og að þær séu „óhjákvæmilegt viðbragð við ögrandi árásum Kænugarðs [höfuðborgar Úkraínu] á borgaralega innviði Rússlands“, sagði í yfirlýsingu rússneskra stjórnvalda eftir símtal Pútíns við Scholz. Þetta voru fyrstu viðræður leiðtoganna tveggja síðan um miðjan september.
„Vakin var athygli á þeirri skaðlegu stefnu Vesturlanda, þar á meðal Þýskalands, að dæla vopnum til Úkraínu og þjálfa úkraínska herinn,“ sagði einnig í yfirlýsingunni.