Volodimír Selenskí Úkraínuforseti heimsótti í dag héraðið Dónetsk í austurhluta Úkraínu þar sem harðir bardagar hafa geisað við Rússa.
Hann sagði bardaga á svæðinu vera erfiða, en rússneskar hersveitir reyna nú að endurheimta iðnaðarborgina Bakhmut.
Bardagar í Úkraínu hafa í auknum mæli farið fram á svæðinu Donbas, þar sem héruðin Dónetsk og Lúgansk eru staðsett, eftir að úkraínskar hersveitir endurheimtu borgina Kerson í suðri í síðasta mánuði.
Selenskí sást í myndbandi klæddur þykkri úlpu ræða við hermenn í fremstu víglínu um stöðu mála.
„Erfiðasta víglínan í dag er í austurhluta Úkraínu. Það er heiður fyrir mig að vera staddur hér ásamt hersveitum okkar í Donbas. Ég tel að við munum næst munum við hittast í okkar úkraínsku Dóntesk, Lúgansk og á Krímskaga,“ sagði hann.
Rússneskar hersveitir og stuðningsmenn þeirra hafa ráðið yfir hlutum af Dónetsk og Lúgansk frá árinu 2014 þegar bardagar við aðskilnaðarsinna brutust út og Rússar innlimuðu Krímskaga frá Úkraínu.