Demókratar hreppa síðasta sætið

Raphael Warnock heldur sæti sínu.
Raphael Warnock heldur sæti sínu. AFP/Win McNamee

Demókratinn Raphael Warnock náði endurkjöri í Georgíu og heldur hann því sæti sínu í öldungadeild Bandaríkjaþings. 

Í ljós var komið að Demókratar myndu halda völdum í öldungadeildinni eftir sigur Cat­hrine Cortez Masto í Nevada-ríki í síðasta mánuði, þegar kosningar fóru fram. Var flokkurinn þar með kominn með 50 sæti af hundrað gegn 49 sætum Repúblikana.

Var það nóg fyrir Demókrata til að halda meirihluta þar sem varaforseti Bandaríkjanna, Demókratinn Kamala Harris, getur líka greitt atkvæði. 

Raphael Warnock hefur nú formlega hreppt síðasta sætið og styrkja Demókratar þar með stöðu sína enn frekar.

Kosningarnar fóru fram þann 8. nóvember en kalla þurfti til annarrar umferðar í Georgíu þar sem hvorugum frambjóðenda tókst að tryggja sér meirihluta atkvæða í því ríki. Niðurstöður liggja nú loks fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert