Fyrsta aftaka talíbana fyrir opnum tjöldum

Hermaður talíbana að störfum í borginni Jalalabad í Afganistan í …
Hermaður talíbana að störfum í borginni Jalalabad í Afganistan í gær. AFP

Af­gansk­ur maður sem hafði verið dæmd­ur fyr­ir morð var tek­inn af lífi fyr­ir opn­um tjöld­um í morg­un, að sögn talíbana. Þetta er fyrsta staðfest­ing­in sem hef­ur borist um slíka af­töku síðan harðlín­u­stjórn þeirra tók við völd­um í Af­gan­ist­an.

„Hæsta­rétti var gert að fram­fylgja þess­ari qisas-fyr­ir­skip­un fyr­ir fram­an al­menn­ing,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu frá tals­manni talíbana, Za­bihullah Muja­hid, sem átti þar við „auga fyr­ir auga“ í ís­lömsk­um lög­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert