Fyrsta aftaka talíbana fyrir opnum tjöldum

Hermaður talíbana að störfum í borginni Jalalabad í Afganistan í …
Hermaður talíbana að störfum í borginni Jalalabad í Afganistan í gær. AFP

Afganskur maður sem hafði verið dæmdur fyrir morð var tekinn af lífi fyrir opnum tjöldum í morgun, að sögn talíbana. Þetta er fyrsta staðfestingin sem hefur borist um slíka aftöku síðan harðlínustjórn þeirra tók við völdum í Afganistan.

„Hæstarétti var gert að framfylgja þessari qisas-fyrirskipun fyrir framan almenning,“ sagði í yfirlýsingu frá talsmanni talíbana, Zabihullah Mujahid, sem átti þar við „auga fyrir auga“ í íslömskum lögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert