Refsa Íran fyrir fyrstu opinberu aftökuna

Æðsti leiðtogi Írans, Ali Khamenei. Bandamenn hans eru á meðal …
Æðsti leiðtogi Írans, Ali Khamenei. Bandamenn hans eru á meðal þeirra sem kanadísk stjórnvöld beita refsiaðgerðum. AFP

Bret­land og Kan­ada hafa gripið til viðskiptaþving­ana gegn Íran í kjöl­far þess að fyrsti mót­mæl­and­inn var tek­inn af lífi stjórn­völd­um þar í landi í gær­morg­un.

Moh­sen Shek­ari var hengd­ur eft­ir að hafa hamlað um­ferð um aðal­götu höfuðborg­ar­inn­ar Tehran og stungið liðsmann Basij-her­sveit­anna með eggvopni.

Hátt­sett­ir hjá Írans­stjórn beitt­ir refsiaðgerðum

Bret­land hef­ur kynnt viðskiptaþving­an­ir gegn 30 Írön­um, þar á meðal emb­ætt­is­mönn­um í Íran sem sakaðir eru um að hafa greitt veg­inn fyr­ir þyngri dóm­um í garð mót­mæl­enda. 

Kan­ada beit­ir refsiaðgerðum gegn 22 emb­ætt­is­mönn­um í Íran, þar á meðal þeim sem starfa fyr­ir dómsvaldið, fang­els­is­mála­kerfið og lög­regl­una auk helstu banda­manna leiðtoga klerka­stjórn­ar­inn­ar, Ayatollah Ali Khamenei.

Evr­ópu­sam­bandið hyggst þá beita ír­önsk stjórn­völd refsiaðgerðum vegna harðræðis stjórn­valda þar í landi á meðan mót­mæl­in hafa staðið yfir. Að minnsta kosti 458 manns hafa látið lífið síðan þau hóf­ust í sept­em­ber, þar á meðal 60 börn, sam­kvæmt mann­rétt­inda­sam­tök­um í Íran. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert