Varaforseti Evrópuþingsins handtekinn

Við húsakynni Evrópuþingsins í Brussel.
Við húsakynni Evrópuþingsins í Brussel. AFP/Kenzo TRIBOUILLARD

Belgíska lögreglan handtók grísku Evrópuþingkonuna Evu Kaili í kvöld. Kaili er ein af fjórtán varaforsetum þingsins, en handtaka hennar í sambandi við spillingarmál sem tengist Katar. 

Kaili er þingkona fyrir gríska Sósíalistaflokkinn, PASOK, en fjórir aðrir voru handteknir í morgun vegna málsins. Einn þeirra er eiginmaður Kaili. Var hún færð til yfirheyrslu í kvöld samkvæmt heimildarmanni AFP-fréttastofunnar. 

Málið snýst um grun um tilraunir stjórnvalda í Katar til þess að hafa áhrif á þingmann ítalska Sósíalistaflokksins, sem var Evrópuþingmaður á árunum 2004-2019. Mun belgíska lögreglan hafa fundið um 600.000 evrur í reiðufé þegar hún gerði 16 rassíur fyrr í mánuðinum. 

PASOK sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld, þar sem flokkurinn tilkynnti að Nikos Androulakis, forseti flokksins, hefði rekið Kaili úr flokknum vegna málsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert