Kínverjar illa búnir undir nýja bylgju Covid-smita

Kínverjar reyna að búa sig undir bylgju smita.
Kínverjar reyna að búa sig undir bylgju smita. AFP/Noel Celis

Einn fremsti faraldsfræðingur Kínverja hefur varað því að aflétting harðra sóttvarnaaðgerða í Kína leiði til nýrrar bylgju í Covid-faraldrinum sem Kínverjar ráði ekki við.

Yfirvöld léttu á takmörkunum eftir mótmæli íbúa landsins sem höfðu þá mátt búa við miklar takmarkanir í tæp þrjú ár. Nú er ekki lögð jafn mikil áhersla á að fólk fari í Covid-próf og fólk fær leyfi til að vera í einangrun heima. Þá hefur útgöngu banni víða verið aflétt að mestu.

Zhong Nanshan, sérfræðingur í smitsjúkdómum og faraldsfræði, sagði í viðtali í kínverska ríkisfjölmiðla í dag að Ómíkron-afbrigði veirunnar væri enn ríkjandi í Kína og það væri mjög smitandi. Ein manneskja gæti smitað allt upp í 22 aðra.

Innviðir landsins eru illa búnir undir nýja bylgju kórónuveirusmita. Milljónir aldraðra íbúa landsins hafa enn ekki verið bólusettir að fullu og undirfjármögnuð sjúkrahús skortir búnað og starfsfólk til að gera tekið við fjölda sjúklinga.

Yfirvöld hafa þó gefið út að 106 þúsund læknar og rúmlega 177 þúsund hjúkrunarfræðingar verði ráðnir á gjörgæsludeildir landsins til að takast á við yfirvofandi bylgju smita.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert