Úkraína þarf á 800 milljónum evra, eða um 120 milljörðum króna, að halda í neyðaraðstoð vegna orkuinnviða í landinu.
„Auðvitað er þetta mjög há upphæð, en kostnaðurinn er mun minni en kostnaðurinn við mögulegt rafmagnsleysi,“ sagði Selenskí í gegnum fjarfundarbúnað á ráðstefnu í París, höfuðborg Frakklands.
„Ég vona að þessi ákvörðun verði tekin með þetta í huga,“ bætti hann við.
Fundað er um alþjóðlegt hjálparstarf á ráðstefnunni.
Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði að hún væri haldin „til að koma almenningi í Úkraínu í gegnum veturinn“.