Íslenskur nuddari ákærður fyrir kynferðisbrot í Kanada

Kanadískur lögreglumaður að störfum.
Kanadískur lögreglumaður að störfum. AFP

Fimmtugur Íslendingur, Guðbjartur Haraldsson, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot í Kanada. 

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni í kanadísku borginni Surrey að henni hafi 14. nóvember síðastliðinn borist tilkynning um að nuddari hafi brotið kynferðislega á konu á meðan hún var í meðferð hjá honum í borginni, en Vísir greindi fyrst frá. 

Guðbjartur Haraldsson.
Guðbjartur Haraldsson. Ljósmynd/Lögreglan í Surrey

Lögreglan hóf rannsókn á málinu 25. nóvember og var Guðbjartur, kallaður Bodhi, handtekinn og kærður fyrir kynferðisbrot. Honum var síðar sleppt úr haldi, meðal annars gegn því skilyrði að hann mætti ekki starfa sem nuddari.

Lögreglan hefur birt mynd af Guðbjarti þar sem óskað er eftir upplýsingum frá almenningi sem gætu varpað frekara ljósi á málið.

Fram kemur á kanadískum fréttamiðli að Guðbjartur hafi starfað sem nuddari í Kanada frá árinu 1993.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert