Johnson hefur þénað milljón pund eftir starfslok

Fyrrverandi forsætisráðherra Boris Johnson hefur þénað vel eftir að hann …
Fyrrverandi forsætisráðherra Boris Johnson hefur þénað vel eftir að hann hætti sem forsætisráðherra. AFP/Toby Melville

Bor­is John­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hef­ur þénað meira en eina millj­ón punda (176 millj­ón­ir króna) fyr­ir ræðuhöld frá því hann hætti sem for­sæt­is­ráðherra í sept­em­ber.

Þetta kem­ur fram í op­in­berri hags­muna­skrá breskra þing­manna.

John­son hef­ur síðustu mánuði flutt ræður fyr­ir banka­starfs­menn í New York, trygg­inga­fé­lög í Banda­ríkj­un­um, á ráðstefnu í Portúgal á veg­um CNN og á ráðstefnu í Indlandi.

Hann fékk frá því sem nem­ur 38-49 millj­ón­ir króna í hvert skipti sem hann hélt er­indi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert