Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur þénað meira en eina milljón punda (176 milljónir króna) fyrir ræðuhöld frá því hann hætti sem forsætisráðherra í september.
Þetta kemur fram í opinberri hagsmunaskrá breskra þingmanna.
Johnson hefur síðustu mánuði flutt ræður fyrir bankastarfsmenn í New York, tryggingafélög í Bandaríkjunum, á ráðstefnu í Portúgal á vegum CNN og á ráðstefnu í Indlandi.
Hann fékk frá því sem nemur 38-49 milljónir króna í hvert skipti sem hann hélt erindi.