Leggja til að Trump verði ákærður í 3 liðum

Þinghúsið á Capitol-hæð í Washington DC.
Þinghúsið á Capitol-hæð í Washington DC. AFP

Sér­stök rann­sókn­ar­nefnd banda­ríska þings­ins mun mæla með því að Don­ald Trump, fyrr­ver­andi for­seti Banda­ríkj­anna, verði ákærður í þrem­ur liðum fyr­ir sinn þátt í árás­inni á þing­húsið sem átti sér stað þann 6. janú­ar 2021. 

Rann­sókn­ar­nefnd­in mun sækj­ast eft­ir því að Trump verði sak­felld­ur fyr­ir vald­arán, en slík ákæra hef­ur aldrei áður verið gef­in út í Banda­ríkj­un­um, að því er fram kem­ur í frétt BBC

Þá verður einnig mælt með því að hann sæti ákæru fyr­ir það að raska þingfriði og fyr­ir skipu­lagn­ingu föður­lands­svika. 

Átta blaðsíður og yfir þúsund vitni

Bú­ist er við því að nefnd­in skili af sér skýrsl­unni í næstu viku, en síðasti fund­ur nefnd­ar­inn­ar verður á mánu­dag. 

Ákæru­valdið hef­ur nú þegar til rann­sókn­ar aðkomu Trump í mál­inu, en er ekki bundið af áliti rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar um það hvernig ákæru verður háttað. 

Trump neit­ar enn allri sök, en stuðnings­menn hans réðust inn í þing­húsið í Washingt­on í janú­ar í fyrra með al­var­leg­um af­leiðing­um. 

Donald Trump á kosningafundi á dögunum.
Don­ald Trump á kosn­inga­fundi á dög­un­um. AFP/​Jeff Swen­sen/​Getty

Skýrsla nefnd­ar­inn­ar tel­ur átta blaðsíður og verður hún ákæru­vald­inu í næstu viku. Nefnd­in, sem er skipuð níu full­trú­um úr full­trúa­deild þings­ins,  hef­ur nú lokið við að hlýða á fleiri en þúsund vitni, vegna máls­ins. 

Ákæru­til­lög­urn­ar eru á því byggðar að Trump hafi dreift og boðað rang­ar upp­lýs­ing­ar gegn betri vit­und, í kjöl­far þess að Joe Biden hafði bet­ur í for­seta­kosn­ing­un­um gegn Trump. Með því að kynda und­ir árás­ina hafi hann gert loka­at­lögu að því að halda völd­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka