Leggja til að Trump verði ákærður í 3 liðum

Þinghúsið á Capitol-hæð í Washington DC.
Þinghúsið á Capitol-hæð í Washington DC. AFP

Sérstök rannsóknarnefnd bandaríska þingsins mun mæla með því að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, verði ákærður í þremur liðum fyrir sinn þátt í árásinni á þinghúsið sem átti sér stað þann 6. janúar 2021. 

Rannsóknarnefndin mun sækjast eftir því að Trump verði sakfelldur fyrir valdarán, en slík ákæra hefur aldrei áður verið gefin út í Bandaríkjunum, að því er fram kemur í frétt BBC

Þá verður einnig mælt með því að hann sæti ákæru fyrir það að raska þingfriði og fyrir skipulagningu föðurlandssvika. 

Átta blaðsíður og yfir þúsund vitni

Búist er við því að nefndin skili af sér skýrslunni í næstu viku, en síðasti fundur nefndarinnar verður á mánudag. 

Ákæruvaldið hefur nú þegar til rannsóknar aðkomu Trump í málinu, en er ekki bundið af áliti rannsóknarnefndarinnar um það hvernig ákæru verður háttað. 

Trump neitar enn allri sök, en stuðningsmenn hans réðust inn í þinghúsið í Washington í janúar í fyrra með alvarlegum afleiðingum. 

Donald Trump á kosningafundi á dögunum.
Donald Trump á kosningafundi á dögunum. AFP/Jeff Swensen/Getty

Skýrsla nefndarinnar telur átta blaðsíður og verður hún ákæruvaldinu í næstu viku. Nefndin, sem er skipuð níu fulltrúum úr fulltrúadeild þingsins,  hefur nú lokið við að hlýða á fleiri en þúsund vitni, vegna málsins. 

Ákærutillögurnar eru á því byggðar að Trump hafi dreift og boðað rangar upplýsingar gegn betri vitund, í kjölfar þess að Joe Biden hafði betur í forsetakosningunum gegn Trump. Með því að kynda undir árásina hafi hann gert lokaatlögu að því að halda völdum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka