Weinstein sakfelldur fyrir nauðgun

Weinstein í dómsal í október síðastliðnum.
Weinstein í dómsal í október síðastliðnum. AFP/Etienne Laurent/Pool

Kvik­mynda­fram­leiðand­inn fyrr­ver­andi Har­vey Wein­stein hef­ur verið fund­inn sek­ur um að hafa nauðgað konu og ráðist á hana kyn­ferðis­lega fyr­ir ára­tug.

Sak­sókn­ar­ar sögðu brot hans hafa verið hluta af „ógn­ar­valdi“ hans yfir ung­um og efni­leg­um leik­kon­um í Hollywood.

Wein­stein gæti átt yfir höfði sér allt að 24 ára fang­elsi fyr­ir brot­in, sem myndi bæt­ast við þann dóm sem hann afplán­ar nú þegar í New York fyr­ir kyn­ferðis­brot.

Saksóknarinn í málinu,Gloria Allred, í gær.
Sak­sókn­ar­inn í mál­inu,Gloria All­red, í gær. AFP/​Dav­id Sw­an­son

Fórn­ar­lamb hans í mál­inu í Los Ang­eles sagðist vona að Wein­stein „sjái aldrei annað en fang­elsis­klef­ann sinn það sem eft­ir er æv­inn­ar“.

„Har­vey Wein­stein eyðilagði að ei­lífu hluta af mér þessa nótt árið 2013 og ég fæ hann aldrei aft­ur,“ sagði kon­an í yf­ir­lýs­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert