Bandaríkjaheimsókn Selenskís á 90 sekúndum

Selenskí var fagnað ákaflega á Bandaríkjaþingi.
Selenskí var fagnað ákaflega á Bandaríkjaþingi. AFP/Cip Somodevilla

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Sinni fyrstu frá því að herlið Rússa réðst inn í landið og stríð braust út. 

Hann lenti í Bandaríkjunum í gærmorgun og hefur dagskrá hans verið þétt síðan.

Selenskí heimsótti Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, og konu hans Jill Biden, í Hvíta húsið. 

Hann fundaði með ríkisstjórn Biden, sat fyrir svörum á sameiginlegum blaðamannafundi.

Þá sótti hann Bandaríkjaþing heim og hlaut standandi lófatak í þinginu eftir að hafa flutt ávarp. 

Sjá má samantekt BBC frá heimsókninni í myndskeiði hér að neðan: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert