Úkraína mun aldrei gefast upp

Volodimír Selenskí ávarpar sameigilegan fund beggja þingdeilda Bandaríkjanna.
Volodimír Selenskí ávarpar sameigilegan fund beggja þingdeilda Bandaríkjanna. AFP/Anna Moneymaker

Úkraína er „spriklandi og lifandi“ og mun aldrei gefast upp, sagði Volodimír Selenskí í ávarpi sínu á Bandaríkjaþingi, í sinni fyrstu opinberu heimsókn erlendis frá því að herlið Rússa braust inn í Úkraínu og stríð braust út. 

„Hergagnastuðningur frá Bandaríkjunum til Úkraínu eru ekki ölmusa, heldur fjárfesting í öryggi til framtíðar,“ sagði hann. 

Í ávarpi sínu reyndi Selenskí að höfða til þingmanna um að draga ekki úr stuðningi Bandaríkjanna sem hefur reynst ríkissjóði í Bandaríkjamanna dýr, þar sem útgjöldin hafa verið gagnrýnd í auknum mæli á þinginu. 

Selenskí afhenti þingforseta og varaforseta Bandaríkjanna fána frá Úkraínu.
Selenskí afhenti þingforseta og varaforseta Bandaríkjanna fána frá Úkraínu. AFP/Jim Watson

Joe Biedn bandaríkjaforseti hét því þó að standa með Úkraínu „eins lengi og þörf krefur“. 

Biden lagði til nýjan útgjaldapakka upp á tvo milljarða bandaríkjadala fyrir aðstoð til Úkraínu og lofaði öðrum 45 milljörðum bandaríkjadölum. 

Á sameiginlegum blaðamannafundi sagðist Biden ekki hafa áhyggjur af því erfitt gæti orðið að halda samstöðu þjóða með Úkraínu.

Þrátt fyrir vaxandi áhyggjur af brestum í samstöðunni sagðist Biden „hafa góða tilfinningu“ fyrir samstöðunni um stuðning við Úkraínu. 

Þá sagði Biden að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, „hefði engin áform um að stöðva þetta illa stríð“. 

Bandaríkin hafa þegar lagt til um fimmtíu milljarða bandaríkjadala í mannúðar-, fjárhagslega- og hergagnaaðstoð. 

Selenskí og Biden funduðu.
Selenskí og Biden funduðu. AFP/Brendan Smialowski



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert