Milljón Bandaríkjamenn án rafmagns

Rafmagnsleysið nær ekki bara til heimilanna, Antonio Smothers í Nashville …
Rafmagnsleysið nær ekki bara til heimilanna, Antonio Smothers í Nashville í Tennessee fær start til að koma bifreið sinni í gang í kulda sem þar um slóðir heyrir til tíðinda. AFP/Seth Herald

Rafmagnsleysi hrjáir nú 1,1 milljón íbúa á svæðinu frá Texas til Maine í Bandaríkjunum vegna ískulda og roks sem verður til þess að dreifikerfi rafmagns kikna undan álaginu við upphitun híbýla fólks.

Fréttir af rafmagnsleysi hafa einnig borist frá Kanada þar sem 260.000 manns eru án rafmagns í fylkjunum Quebec og Ontario en þar er einnig ískalt í stórum hlutum landsins, frá Bresku-Kólumbíu til Nýfundnalands.

Veðurstofa Bandaríkjanna, NWS, spáir allt að -45 og -56 gráðum á selsíus á einstaka stöðum að teknu tilliti til vindkælingar og biður fólk að gæta vel að því að hylja húð sína þar sem kaldast er vegna kalhættu.

Ríkisstjórar þrettán ríkja hafa gripið til neyðarráðstafana vegna kuldans og hafa þjóðvarðliðar víða verið kallaðir út til að bregðast við og vera til aðstoðar á ögurstundu.

CNN

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert