Rússneskar hersveitir skutu niður úkraínskan dróna sem nálgaðist flugherstöð í suðurhluta Rússlands.
Þrír rússneskir tæknimenn á stöðinni létu lífið í kjölfarið, eftir að hafa orðið fyrir braki úr drónanu. Rússneskir miðlar greindu frá þessu.
Um er að ræða aðra árásina á Engels herstöðina í desember, en flugstöðin er ein helsta bækistöð rússneskra sprengjuflugvéla. Úkraínumenn voru sakaðir um að bera ábyrgð á sambærilegri árás á þessa sömu stöð þann 5. desember, en úkraínsk yfirvöld hafa ekki enn tjáð sig um það.
Stöðin er staðsett í suðurhluta Saratovs héraðs, sem er í um 600 kílómetra fjarlægð frá landamærum Rússlands við Úkraínu.
Að sögn ríkisstjóra á svæðinu var aldrei um að ræða ógn við íbúa og engin innviði hlutu skaða af.