Tala látinna nálgast 50

„Stríð við móður náttúru“ heldur áfram að sögn yfirvalda vestanhafs þar sem hörku vetrarstormur ríður nú yfir. Tala látinna nálgast nú 50.

Vetrarstormurinn hefur leitt til þess að yfir 15 þúsund flugferðir hafa fallið niður sökum óveðursins. Stórborgin Buffalo í Bandaríkjunum er á kafi í snjó og geta borgarar illa athafnað sig í óveðrinu sem og hvers konar neyðarþjónusta kemst ekki til þeirra sem eru í neyð.

„Versti stormur í okkar líftíma og í sögu borgarinnar,“ sagði Mark Poloncarz, ríkisstjóri Erie, á blaðamannafundi í dag og bætti við að tala látinna myndi líklegast fara fram úr tölu látinna í hinum alræmda vetrarstormi í Buffalo árið 1977, þar sem að um 30 manns létu lífið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka