Úkraína krefst þess að Rússlandi verði vikið úr Sameinuðu þjóðunum, þar sem Rússland getur beitt neitunarvaldi vegna hvaða ályktunar sem er, sem aðildarríki öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.
„Úkraína kallar eftir því að aðildarríki Sameinuðu þjóðanna svipti Rússland stöðu sinni sem aðildarríki öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og að Rússlandi verði vikið úr Sameinuðu þjóðunum,“ segir í yfirlýsingu utanríkisráðuneytis Úkraínu.
Í yfirlýsingunni segir að seta Rússa í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fari á skjön við alþjóðalög, þar sem sætið hafi upphaflega tilheyrt Sovétríkjunum.
„Frá lagalegu og pólitísku sjónarhorni verður einungis komist að einni niðurstöðu: Rússland rændi sæti Sovétríkjanna,“ segir svo í yfirlýsingunni.