Flugvél Lufthansa á leið frá Los Angeles til Frankfurt þurfti að lenda í Chicago eftir að það kviknaði í fartölvu eins farþega.
ABC News greinir frá því að lítill eldur hafi kviknað út frá tölvunni og því hafi verið ákveðið að lenda vélinni sem varúðarráðstöfun.
Búið var að slökkva eldinn áður en vélin lenti á O'hare flugvellinum í Chicago.
Tveir flugþjónar fengu reykeitrun en engan farþega sakaði.