Laug til um menntun og fyrri störf

George Santos, þingmaður Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings.
George Santos, þingmaður Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. AFP

Repúblikaninn George Santos sem var nýlega kjörinn inn á fulltrúadeild Bandaríkjaþings í nóvember neitar að segja sæti sínu lausu eftir að hafa játað að hafa sagt ósatt frá í ferilskrá sinni.

Sigur Santos í New York tryggði flokksbræðrum hans nauman meirihluta í neðri deild Bandaríkjaþings. Rannsókn New York Times á feril Santos leiddi aftur á móti í ljós að mikill vafi lék um ferilskrá þingmannsins.

Síðan þá hefur Santos viðurkennt að hafa logið til um menntun sína og fyrri störf. Hann sagðist til að mynda hafa starfað hjá Goldman Sachs og Citigroup, sem hann gerði ekki. Þá laug hann því að hafa útskrifast úr háskóla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert