Lýsa eftir stofnanda Bellingcat

Christo Grozev hefur leitt rannsóknir Bellingcat á innrás Rússa í …
Christo Grozev hefur leitt rannsóknir Bellingcat á innrás Rússa í Úkraínu. AFP

Rússnesk stjórnvöld lýstu því yfir í gær að þau hefðu hafið sakamálarannsókn á hendur búlgarska blaðamanninum Christo Grozev, stofnanda Bellingcat-heimasíðunnar, fyrir að hafa „dreift rangfærslum“ um rússneska herinn, en slíkt var gert ólöglegt í Rússlandi eftir að innrásin hófst í febrúar.

Bellingcat hefur m.a. leikið lykilhlutverk í að rannsaka eiturefnaárásina í Salisbury 2018, sem og þegar eitrað var fyrir stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní haustið 2020.

Grozev var í ítarlegu viðtali við mbl.is fyrr í vetur, en blaðamaður hitti hann á ráðstefnu í Helsinki. Þar sagði hann meðal annars frá hálfs árs rannsókn Bellingcat og annarra miðla um leynilegan hóp innan rússneska hersins sem stendur á bak við eldflaugaárásir á Úkraínu. Þá sagði hann jafnframt frá áróðri í Rússlandi og hvernig yfirvöld ná að stýra umræðunni þar.

Var hann meðal annars spurður hvort hann óttaðist líf sitt, en hann og blaðamenn Bellingcat eru á lista rússnesku leyniþjónustunnar FSB yfir fólk sem ráða þarf af dögum. Benti hann þá á að yfirvöld í Moskvu stæðu frammi fyrir stærri vandamálum og væru upptekin af starfsöryggi sínu og framtíð.

„Ég held að Kreml og FSB séu að reyna að finna út úr því hvernig þau lifa af. Þau eru í raun að reyna að ráða fram úr því hvort þau skuli hlýða skip­un­um þess­ar­ar rík­is­stjórn­ar, því kannski verður hún ekki leng­ur til staðar eft­ir ár, og hver mun þá verja þau,“ sagði Grozev við mbl.is fyrr í vetur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert