Mestu tilslakanir í Kína í þrjú ár

Kínverjar hafa sætt miklum sóttvarnaaðgerðum frá því í mars 2020.
Kínverjar hafa sætt miklum sóttvarnaaðgerðum frá því í mars 2020. AFP

Þriggja ára reglum kínverskra stjórnvalda, um sóttkví við komu til landsins, verður aflétt þann 8. janúar. Þá munu komufarþegar til Kína ekki lengur þurfa að sæta sóttkví í átta daga vegna kórónuveiruvaraldurs.

Margir taka gleði sína á ný eftir næstum þrjú ár af sóttvarnaaðgerðum. „Mér líður eins og þetta sé loksins búið. Ferðaáætlanir sem ég gerði fyrir þremur árum gætu nú orðið að veruleika,“ hefur AFP eftir skrifstofumanninum Fan Chengcheng. Takmarkanir hafa verið í gildi síðan árið 2020.

Faraldrinum virðist ekki að fullu lokið fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Myndin var …
Faraldrinum virðist ekki að fullu lokið fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Myndin var tekin í dag. AFP

Hætta smitrakningu en grímuskylda enn í flugi

Kínverjar hafa slakað á markmiðum um engin smit (e. zero-covid policy) og munu þann 8. janúar einnig hætta smitrakningu og hætta við sóttvarnaaðgerðir sem hindra innflutning.

Ferðalangar munu nú einungis þurfa að sýna fram á neikvætt veirupróf við komu til landsins og þurfa ekki lengur að sækja um heilbrigðisvottorð. Þó er enn grímuskylda í flugi til landsins.

Skilgreina Covid-dauðsföll á annan hátt

Smitum fjölgaði gríðarlega eftir að stjórnvöld slökuðu á sóttvarnaaðgerðum fyrr í mánuðinum, sem hefur haft í för með sér aukið álag á heilbrigðisstofnanir. Sem dæmi mættu 22.000 á heilsugæslur Peking á sunnudaginn, í samanburði við 16 heimsóknir fyrir viku síðan.

Kínversk stjórnvöld hafa þá breytt því hvernig Covid-dauðsföll eru skilgreind, sem hefur lækkað tölu látinna í faraldrinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert