Næstum 50 manns eru látnir víðs vegar um Bandaríkin vegna veðurs. Ástandið í New York-ríki hefur verið slæmt, sérstaklega í borginni Buffalo, og hafa yfirvöld í ríkinu lýst veðrinu sem „stórhríð aldarinnar“.
Lík hafa fundist í bifreiðum og undir snjó. Björgunarsveitir hafa gengið á milli bíla í leit að fólki á lífi.
Alls hafa 49 manns fundist látnir í níu ríkjum.