Benedikt XVI glímir við alvarleg veikindi

Frans páfi.
Frans páfi. AFP

Frans páfi upplýsti í vikulegu ávarpi sínu að forveri hans Benedikt XVI glími við alvarleg veikindi. 

Frans páfi sagði hann vera mjög veikan og mæltist til þess að fólk biði fyrir Benedikt sem er orðinn 95 ára gamall. 

Benedikt sextándi dró sig í hlé sem páfi árið 2013 og var sá fyrsti í sex aldir til að segja starfi sínu lausu eða kannski embættinu öllu heldur. Síðan þá hefur nánast ekkert borið á honum opinberlega. 

Á þeim ljósmyndum sem birtar hafa verið af honum má sjá að heilsu hans hefur hrakað. 

Til vinstri er Frans páfi að heilsa Benedikt XVI í …
Til vinstri er Frans páfi að heilsa Benedikt XVI í Vatíkaninu í júní árið 2017. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert