Gullhringir Pútín og Sauron

Vladimír Pútín Rússlandsforseti og leiðtogar Samveldis sjálfstæðra ríkja (SSR).
Vladimír Pútín Rússlandsforseti og leiðtogar Samveldis sjálfstæðra ríkja (SSR). AFP/Alexey Danichev

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti gaf átta leiðtog­um fyrr­ver­andi aðild­ar­ríkja Sov­ét­ríkj­anna gull­hringi. Gjaf­irn­ar hafa leitt af sér ýmsa brand­ara vegna til­vís­ana í Hringa­drótt­ins­sögu J.R.R. Tolkien.

Í skáld­sagnaþríleikn­um læt­ur hinn illi og valda­gráðugi Sauron smíða galdra­hringi, sem hann út­býtti meðal ann­ars á milli níu kon­unga til þess að ná valdi yfir þeim. Sauron hélt Hringn­um eina fyr­ir sjálf­an sig, en Pútín hélt ein­um gull­hring fyr­ir sig. 

Illmennið Sauron í Hringadróttinssögu.
Ill­mennið Sauron í Hringa­drótt­ins­sögu. Ljós­mynd/​Wikipedia.org

Leiðtog­ar ríkj­anna voru sam­an á ráðstefnu í Sankti Pét­urs­borg í Rússlandi en eft­ir hana af­henti Pútín þeim hring­ana. Í þá var grafið merki Sam­veld­is sjálf­stæðra ríkja (SSR), ný­árskveðja og orðið Rúss­land. 

Ein­ung­is náðist mynd af Al­ex­and­er Lúka­sj­en­kó, leiðtoga Hvíta-Rúss­lands, með hring­inn. 

Alexander Lúkasjenkó, leiðtogi Hvíta-Rússlands, og Pútín.
Al­ex­and­er Lúka­sj­en­kó, leiðtogi Hvíta-Rúss­lands, og Pútín. AFP/​Al­ex­ey Danichev/​Sputnik

Tel­ur til­vís­un­ina vera vilj­andi

Stjórn­mála­fræðing­ur­inn Eka­ter­ina Schulmann tel­ur að til­vís­un­in í bæk­ur Tol­kein sé vilj­andi.

Eft­ir að inn­rás Rússa í Úkraínu hófst í fe­brú­ar hafa úkraínsk stjórn­völd líkt Rússlandi við Mor­dor, sem voru heim­kynni Sauron í verk­um Tolkien, og rúss­nesk­um her­mönn­um við orka, sem voru þræl­ar Sauron. 

Dmitrí Peskov, talsmaður rúss­neskra stjórn­valda, sagði það vera óþarfa að lesa of mikið í gjaf­irn­ar. 

„Þetta er bara minja­grip­ur um nýtt ár, það er ekk­ert sér­stakt við hann,“ sagði hann og bætti við að Pútín myndi ekki klæðast hringn­um sín­um.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert