Bandaríkjamenn eru að íhuga að setja takmarkanir á komu kínverskra ferðamanna til landsins eftir að stjórnvöld í Kína ákváðu að gera miklar tilslakanir vegna kórónuveirufaraldursins.
Kórónuveirusmitum hefur fjölgað í Kína eftir ákvörðun stjórnvalda og óttast bandarísk stjórnvöld að ný afbrigði gætu breiðst út til landsins.
„Það eru auknar áhyggjur í alþjóðasamfélaginu vegna mikillar aukningar á kórónuveirusmitum í Kína og skorti á gegnsæjum upplýsingum,“ sögðu bandarískir embættismenn.
Þriggja ára reglum kínverskra stjórnvalda um sóttkví við komu til landsins verður aflétt 8. janúar. Þá munu komufarþegar til Kína ekki lengur þurfa að sæta sóttkví í átta daga vegna Covid-19.