Úkraínskt flugskeyti lenti í Hvíta-Rússlandi

Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, var strax upplýstur um málið.
Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, var strax upplýstur um málið. AFP/Vyacheslav Oseledko

Hvítrússar segja að úkraínskt flugskeyti hafi lent á þeirra landsvæði í dag og fólk óttist að átökin séu að færast yfir landamærin. Yfirvöld í Moskvu, sem eru í nánu samstarfi við Hvítrússa, munu senda aðila til að rannsaka atvikið.

Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, var strax upplýstur um málið að því er fram kemur í yfirlýsingu sem birtist á Telegram-síðu einstaklings sem hefur tengsl við forsetann.

Flugskeytið lenti í Hvíta-Rússlandi á milli klukkan 10 og 11 í morgun að staðartíma, en staðsetningin hefur ekki verið gefin upp. Ekki hefur heldur komið fram hvort einhverjir hafi farist eða særst.

Vísbendingar yfirvalda benda til þess að flugskeytið hafi farið af leið eða hafi verið skotið niður af hvítrússneska flughernum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert