Úkraínskt flugskeyti lenti í Hvíta-Rússlandi

Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, var strax upplýstur um málið.
Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, var strax upplýstur um málið. AFP/Vyacheslav Oseledko

Hví­trúss­ar segja að úkraínskt flug­skeyti hafi lent á þeirra landsvæði í dag og fólk ótt­ist að átök­in séu að fær­ast yfir landa­mær­in. Yf­ir­völd í Moskvu, sem eru í nánu sam­starfi við Hví­trússa, munu senda aðila til að rann­saka at­vikið.

Al­ex­and­er Lúka­sj­en­kó, for­seti Hvíta-Rúss­lands, var strax upp­lýst­ur um málið að því er fram kem­ur í yf­ir­lýs­ingu sem birt­ist á Tel­egram-síðu ein­stak­lings sem hef­ur tengsl við for­set­ann.

Flug­skeytið lenti í Hvíta-Rússlandi á milli klukk­an 10 og 11 í morg­un að staðar­tíma, en staðsetn­ing­in hef­ur ekki verið gef­in upp. Ekki hef­ur held­ur komið fram hvort ein­hverj­ir hafi far­ist eða særst.

Vís­bend­ing­ar yf­ir­valda benda til þess að flug­skeytið hafi farið af leið eða hafi verið skotið niður af hví­trúss­neska flug­hern­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert