16 drónar skotnir niður í nótt

Sjö drónar flugu til Kænugarðs.
Sjö drónar flugu til Kænugarðs. AFP

Sextán drónar voru skotnir niður yfir Úkraínu í nótt, þ.á.m. í höfuðborginni Kænugarði. Rússar höfðu gert árás með umræddum drónum, sem eru framleiddir í Íran, og að sögn Úkraínumanna var þeim öllum eytt.

Vitalí Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, tilkynnti að sjö drónar hefðu flogið til Kænugarðs. Tveir þeirra voru skotnir niður fyrir utan borgarmörkin en fimm yfir borginni.

Engin meiðsli urðu á fólki vegna árásar Rússa en tjón varð á tveimur byggingum sem urðu fyrir braki úr drónunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert