Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, flúði til Bandaríkjanna í dag. Eftir tvo sólarhringa tekur Luiz Inacio Lula da Silva við embætti af honum.
Bolsonaro hefur lítið tjáð sig um úrslit kosninganna eftir að hann laut í lægra haldi gegn Silva í október síðastliðnum. Hann hefur ekki gefið út hvert hann ætlar en líklegt þykir að hann sé á leið til Florida, þar sem öryggisverðir hans eru þegar komnir þangað.
Bolsonaro hefur ítrekað sagst ekki ætla að afsala völdum sínum til Lula við innsetningarathöfn sem fer fram á nýársdag, sem er á skjön við lýðræðislega stjórnarhætti sem hafa verið við lýði í Brasilíu um árabil.
Þá er mögulegt að Bolsonaro sé á flótta undan lögunum þar sem aðrar reglur gilda um sakhæfi hans um leið og Lula tekur við embætti.
Hamilton Mourao forsætisráðherra er nú sitjandi forseti Brasilíu.
Skrifstofa forsetans hefur staðfest að Bolsonaro hafi flúið landið en Mourao mun ekki fylla í skarðið fyrir Bolsonaro á innsetningarathöfninni. Ríkir því óvissa um hver muni vera viðstaddur athöfnina fyrir hönd Bolsonaro.