Bene­dikt XVI látinn

Ljósmynd af Bene­dikt XVI frá 2012 er hann var páfi.
Ljósmynd af Bene­dikt XVI frá 2012 er hann var páfi. AFP/Andreas Solaro

Bene­dikt XVI forveri Frans páfa er látinn 95 ára að aldri.

Í tilkynningu frá Páfagarði sagði að Benedikt hafi látist klukkan hálf tíu að staðartíma á heimili sínu í Mater Ecclesiae klaustrinu í Páfagarði.

Bene­dikt sextándi dró sig í hlé sem páfi árið 2013 og var sá fyrsti í sex ald­ir til að segja starfi sínu lausu eða kannski embætt­inu öllu held­ur. Síðan þá hef­ur nán­ast ekk­ert borið á hon­um op­in­ber­lega. 

Heilsu hans hefur hrakað um langt skeið en á miðvikudag tilkynnti Páfagarður að ástand hans hafði versnað til muna. Frans páfi hvatti kaþólikka til þess að biðja fyrir honum.

Páfarnir Benedikt XVI og Frans bjuggu báðir í Páfagarði frá …
Páfarnir Benedikt XVI og Frans bjuggu báðir í Páfagarði frá því að Frans tók við embætti. AFP/Tiziana Fabi

Benedikt fæddist árið 1927 í Bæjaralandi í Þýskalandi. Hann var 78 ára er hann tók við embættinu árið 2005.

Samkvæmt hefð er búist við að jarðarförin fari fram í Páfagarði og að Frans páfi fari fyrir jarðarförinni. Er Jóhannes Páll páfi annar lést árið 2005 komu um milljón manns saman á Péturstorgi er jarðarförin fór fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert