Volódimír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa ætla að draga úr baráttuþreki Úkraínumanna með linnulausum drónaárásum. BBC greinir frá.
Samkvæmt upplýsingum sem Selenskí kveðst vera með undir höndum munu Rússar nota dróna framleidda í Íran.
„Við verðum að tryggja, og við munum gera allt til þess, að þetta markmið hryðjuverkamanna mistakist líkt og öll hin,“ sagði hann í ávarpi sínu frá Kænugarði í kvöld.
Drónaárásir Rússa í Úkraínu virðast hafa aukist síðastliðinna daga. Rússar hafa ráðist á borgir og orkuver þvert yfir landið síðustu þrjár nætur.