Franska ríkisstjórnin er tilbúin til að sýna sveigjanleika vegna áætlunar Emmanuels Macrons Frakklandsforseta um að hækka eftirlaunaaldurinn í 65 ár.
65 ára aldurinn „er ekki eitthvað sem er ómögulegt að breyta“ sagði Elisabeth Borne, forsætisráðherra Frakklands, við útvarpsstöðina FranceInfo. Hún bætti við að „aðrar lausnir“ gætu hjálpað ríkisstjórninni við ná markmiðum sínum um að ná jafnvægi í lífeyrissjóðskerfinu fyrir árið 2030.
Borne sagði að áætlunin, sem var helsta stefnumálið í framboði Macrons til annars kjörtímabils, yrði kynnt í franska þinginu 23. janúar áður en umræða hefst um hana á þinginu í byrjun febrúar.
Nánari atriði í áætluninni verða afhjúpuð 10. janúar. Ríkisstjórnin hyggst hækka eftirlaunaaldurinn úr 62 árum í 65 ár og hafa verkalýðsfélög gagnrýnt áformin.