Auðvelda aðgengi að þungunarrofi í Bandaríkjunum

Niðurstaða hæstarétts á síðasta ári vakti mikla reiði.
Niðurstaða hæstarétts á síðasta ári vakti mikla reiði. AFP/Mark Felix

Bandaríkjamenn munu brátt geta nálgast þungunarrofstöflur í smásöluapótekum gegn lyfseðli í þeim ríkjum þar sem þungunarrof er löglegt.

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) tilkynnti nýverið um reglubreytingu sem heimilar sölu lyfsins mifepristone í flestum apótekunum en áður var einungis hægt að nálgast töflurnar hjá skilgreindum læknum og heilsugæslustöðvum. Þá gátu læknar einnig sent lyfið í örfá apótek.

Talið er að breytingin muni stuðla bættu aðgengi að þungunarrofi en eftirspurn eftir töflunum hefur aukist gífurlega eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna hnekkti niðurstöðu í máli Roe gegn Wade frá ár­inu 1973. Fjöldi ríkja bannaði í kjölfarið þungunarrof eða setti því verulegar skorður.

Þungunarrofstöflur eru þegar notaðar í flestum tilfella þegar þungunarrof er framkvæmt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka