Sjö þúsund fangar náðaðir í tilefni afmælis

Hershöfðingi Mjanmar, Min Aung Hlaing, á meðan á hersýningunni stóð.
Hershöfðingi Mjanmar, Min Aung Hlaing, á meðan á hersýningunni stóð. AFP

Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur tilkynnt um náðun sjö þúsund fanga í tilefni þess að 75 ár eru í dag liðin síðan landið öðlaðist sjálfstæði frá Bretlandi.

Stutt er síðan Aung San Suu Kyi, nóbelsverðlaunahafi og fyrrverandi leiðtogi Mjanmar, var dæmd í sjö ára fangelsi.

Bardagar hafa staðið yfir víða í Mjanmar á milli hersveita stjórnarinnar og uppreisnarmanna síðan herinn hrifsaði til sín völdin fyrir tveimur árum síðan.

Min Aung Hlaing flytur ræðu í tilefni dagsins.
Min Aung Hlaing flytur ræðu í tilefni dagsins. AFP

Skriðdrekar, eldflaugavörpur og herbílar voru áberandi í hersýningu í höfuðborginni Naypyidaw í tilefni 75 ára afmælisins.

Síðar var tilkynnt að herforingjastjórnin ætlaði að frelsa 7.012 fanga í tilefni afmælisins. Ekki kom þó fram hvort náðunin nái yfir þá sem hafa verið fangelsaðir fyrir að mótmæla stjórnvöldum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert