Patríarkinn kallar eftir vopnahléi

Kirill (lengst til hægri) á fundi 21. desember. December 21, …
Kirill (lengst til hægri) á fundi 21. desember. December 21, 2022. AFP/Sergei Fadeichev/Spútnik

Andlegur leiðtogi Rússlands, patríarkinn Kirill, hefur kallað eftir vopnahléi í Úkraínu á meðan rússneska rétttrúnaðarkirkjan fagnar jólunum í þessari viku.

Kirill, sem er 76 ára, er mikill stuðningsmaður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og innrásar hans í Úkraínu. Hann hefur veitt rússneskum hermönnum í Úkraínu blessun sína og í predikunum sínum hefur hann gagnrýnt Vesturlönd og úkraínsk stjórnvöld á meðan á stríðinu hefur staðið.

Á vefsíðu kirkjunnar hvatti Kirill alla þá sem tengjast stríðinu til að efna til vopnahlés frá klukkan 12 hinn 6. janúar til miðnættis daginn eftir.

Pútín í símanum fyrr í vikunni.
Pútín í símanum fyrr í vikunni. AFP/MIkhail Klimentyev/Spútnik

Dregið hefur úr áhrifum 

Áhrif rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar hafa minnkað umtalsvert í Úkraínu síðan Rússar innlimuðu Krímskaga og bardagar hófust í austurhluta Úkraínu árið 2014. Árið 2019 sleit hluti úkraínsku rétttrúnaðarkirkjunnar tengslum við Rússana eftir að þeir höfðu ráðið þar yfir andlegum málefnum í margar aldir.

Ákvörðun Rússa um að senda hersveitir inn í Úkraínu í febrúar í fyrra varð til þess að margir prestar sem höfðu haldið áfram tryggð sinni við Kirill sneru baki sínu við rússnesku kirkjunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert