Tímabundið vopnahlé í Úkraínu

Pútín hefur fyrirskipað tímabundið vopnahlé í Úkraínu.
Pútín hefur fyrirskipað tímabundið vopnahlé í Úkraínu. AFP/Mikhail Metzel/Sputnik

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur fyrirskipað einhliða tímabundið vopnahlé í Úkraínu á meðan rúss­neska rétt­trúnaðar­kirkj­an fagn­ar jól­un­um í þess­ari viku. Þetta gerði hann í kjölfar þess að and­leg­ur leiðtogi Rúss­lands, patrí­ark­inn Kirill, kallað eft­ir vopna­hléi í Úkraínu.

Nær vopnahléið frá 12 á hádegi á morgun og til miðnættis daginn eftir.

„Að teknu tilliti til óskar hans heilagleika patríarka Kirill, hef ég fyrirskipað varnarmálaráðherra Rússlands að gert verði vopnahlé frá 12 (9 GMT) þann 6. janúar 2023 til 24 (21 GMT) þann 7. janúar 2023 meðfram allri snertilínunni milli aðila í Úkraínu,“ sagði í yfirlýsingu frá Kreml.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert