Kjörinn forseti fulltrúadeildar í 15. tilraun

Það stóð tæpt, en McCarthy var loks kjörinn forseti fulltrúadeildarinnar.
Það stóð tæpt, en McCarthy var loks kjörinn forseti fulltrúadeildarinnar. AFP/Oliver Douliery

Kevin McCarthy, þingflokksformaður repúblikana, var loks kjörinn forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í nótt. Það þurfti fimmtán atkvæðagreiðslur til, þrátt fyrir að flokkurinn sé með meirihluti á þinginu, en innanflokkserjur gerðu atkvæðagreiðslurnar erfiðar. BBC greinir frá.

McCarthy var í framboði til forseta frá því fyrst var kosið í byrjun vikunnar en háði öfluga kosningabaráttu sem skilaði honum að lokum 216 atkvæðum sem dugði til þar sem nokkrir flokksfélagar hans skráðu sig fjarverandi.

Á tímabili lá við að til slagsmála kæmi eftir fjórtándu umferðina á milli Mike Rogers, sem var harður stuðningsmaður Mcarthy, og Matt Getz. Samið hafði verið um að sá síðarnefndi myndi skrá sig fjarverandi en á síðustu stundu meldaði hann sig viðstaddan í þingsalinn.

McCarthy skrifaði færslu á Twitter eftir kjörið þar sem hann sagðist vona að málið væri skýrt eftir þessa viku. „Ég gefst aldrei upp. Og ég gefst aldrei upp fyrir ykkur, bandaríska þjóð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert