Einn þekktasti njósnarinn laus úr fangelsi

Ana Montes var handtekin fyrir tuttugu árum.
Ana Montes var handtekin fyrir tuttugu árum.

Ana Montes, einn þekktasti njósnari kalda stríðsins sem Bandaríkjamenn handtóku, hefur nú verið sleppt úr fangelsi eftir tuttugu ára afplánun. BBC greinir frá.

Montes, sem í dag er 65 ára, njósnaði fyrir stjórnvöld á Kúbu í næstum tvo áratugi á meðan hún var starfsmaður leyniþjónustu bandaríska varnarmálaráðuneytisins.

Þegar hún var handtekin árið 2001 var hún sögð hafa upplýst um nær allar yfirvofandi leyniþjónustaðgerðir Bandaríkjamanna á Kúbu. Talað var um hana sem njósnarann sem hefði valdið hvað mestri eyðileggingu fyrir bandaríska ríkið.

Ólík öðrum njósnurum

Stjórnvöld á Kúbu hafi þannig verið meðvituð um hvaða upplýsingum bandaríska leyniþjónustan bjó yfir og gátu nýtt sér það sér í hag.

Var Montes dæmd til 25 ára fangelsisvistar fyrir að hafa stofnað bandarísku þjóðinni í hættu, en hefur nú afplánað 20 ár af þeim dómi

Montes var sögð ólík flestum öðrum þekktum njósnurum úr kalda stríðinu að því leyti að hún var drifin áfram af ákveðinni hugmyndafræði en ekki persónulegum hagsmunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert