Luiz Inacio Lula da Silva, forseti Brasilíu, fordæmdir innrás stuðningsmanna fyrrverandi forseta landsins, Jair Bolsonaro, í þinghús, Hæstarétt og forsetahöll Brasilíu. Kallar hann árásarmennina „fasista ofstækismenn“.
Lula tók formlega við embætti forseta Brasilíu 1. janúar, en hann sigraði Bolsonaro í forsetakosningum í október.
„Við munum komast að því hverjir þessir skemmdarvargar eru,“ sagði Lula og bætti við að þeir yrðu dregnir til ábyrgðar.
Forsetinn er nú staddur í borginni Araraquara í suðausturhluta Brasilíu sem varð illa úti í flóðum fyrir tveimur vikum.