Hafa náð að rýma þinghúsið

Enn er unnið að því að rýma hús Hæstaréttar og …
Enn er unnið að því að rýma hús Hæstaréttar og forsetahöllina. AFP/Sergio Lima

Brasilískar öryggissveitir hafa komið stuðningsmönnum Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta landsins, úr þinghúsi landsins.

Fjöldi stuðningsmanna Bolsonaro braust inn í þinghúsið, hús Hæstaréttar landsins og forsetahöllina til að mót­mæla embættis­töku Luiz Inacio Lula da Silva, en hann tók form­lega við embætti for­seta Bras­il­íu 1. janú­ar.

Enn er unnið að því að rýma hús Hæstaréttar og forsetahöllina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka