Stuðningsmenn Bolsonaro ryðjast inn í þinghúsið

Lögregla mætti stuðningsmönnum fyrrverandi forsetans.
Lögregla mætti stuðningsmönnum fyrrverandi forsetans. AFP/Evaristo Sa

Stuðningsmenn Jair Bol­son­aro, fyrrverandi forseta Bras­il­íu, hafa ruðst inn í þinghús Brasilíu, Hæstarétt Brasilíu og forsetahöll landsins til að mótmæla embættistöku Luiz Inacio Lula da Silva.

Lula tók form­lega við embætti for­seta Bras­il­íu 1. janúar, en hann sigraði for­vera sinn, Bol­son­aro, í for­seta­kosn­ing­um í októ­ber.

Bolsonaro á dygga stuðningsmenn.
Bolsonaro á dygga stuðningsmenn. AFP/Evaristo Sa

Á myndböndum sem hafa verið birt á samfélagsmiðlum má sjá lögreglu reyna að verjast mótmælendunum með táragasi. Af myndböndunum að sjá er einnig augljóst að mótmælendur hafa valdið miklu tjóni.

Tvö ár frá árásinni á þinghús Bandaríkjanna

Þann 6. janúar 2021 brutust stuðningsmenn Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna, eftir að Trump tapaði forsetakosningum gegn Joe Biden í nóvember 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert