Inga Þóra Pálsdóttir
Stuðningsmenn Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, hafa ruðst inn í þinghús Brasilíu, Hæstarétt Brasilíu og forsetahöll landsins til að mótmæla embættistöku Luiz Inacio Lula da Silva.
Lula tók formlega við embætti forseta Brasilíu 1. janúar, en hann sigraði forvera sinn, Bolsonaro, í forsetakosningum í október.
Á myndböndum sem hafa verið birt á samfélagsmiðlum má sjá lögreglu reyna að verjast mótmælendunum með táragasi. Af myndböndunum að sjá er einnig augljóst að mótmælendur hafa valdið miklu tjóni.
Supreme federal court (STF) building destroyed inside by Bolsonaro supporters #Brazil pic.twitter.com/xjF8ewDOl5
— CNW (@ConflictsW) January 8, 2023
🚨#BREAKING: Thousands Bolsonaro Supporters are Storming Government Buildings in Brazil
— R A W S A L E R T S (@rawsalerts) January 8, 2023
📌#Brasilia | #Brazil
Thousands of Supporters of ex-President Jair Bolsonaro and other protesters have broken through multiple barricades and currently taking over the Supreme Federal Court. pic.twitter.com/xS7n1RInhj
Þann 6. janúar 2021 brutust stuðningsmenn Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna, eftir að Trump tapaði forsetakosningum gegn Joe Biden í nóvember 2020.