Þjóðarleiðtogar fordæma árásina

Lula hefur kallað árásarmennina fasista.
Lula hefur kallað árásarmennina fasista. AFP/Sergio Lima

Þjóðarleiðtogar um allan heim hafa fordæmt árás stuðningsmanna Jair Bol­son­aro, fyrr­ver­andi for­seta Bras­il­íu, á þinghús, Hæstarétt og forsetahöll landsins. 

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að virða verði vilja fólksins og að Lula geti reitt sig á stuðning Frakklands.

Andres Manuel Lopez Obrador, forseti Mexíkó, tekur í sama streng og Macron og segir Lula ekki einan á báti, hann njóti stuðnings framsækinna afla í Brasilíu, Mexíkó og um allan heim.

Alberto Fernandez, forseti Argentínu, kallar innrásina ólýðræðislega og lýsir yfir stuðningi við Lula.

Charles Michel, forseti Evrópuþingsins, lýsir yfir fullum stuðningi við Lula.

Jake Sulli­v­an, þjóðarör­ygg­is­ráðgjafi Banda­ríkja­nna, fordæmdir árásina og segir Joe Biden Bandaríkjaforseta fylgjast náið með þróun mála.

Gabriel Boric, forseti Síle, lýsir yfir stuðningi við Lula.

Nicolas Maduro, forseti Venesúela, kallar árásamennina nýfasista og lýsir yfir stuðningi við Lula.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka