90% íbúa smituð af kórónuveirunni

Ferðamaður í hlífðarbúningi á alþjóðlega flugvellinum í Peking, höfuðborg Kína, …
Ferðamaður í hlífðarbúningi á alþjóðlega flugvellinum í Peking, höfuðborg Kína, í gær. AFP/Noel Celis

Næstum 90 prósent íbúa í þriðja fjölmennasta héraði Kína eru smituð af kórónuveirunni.

Kan Quancheng, yfirmaður heilbrigðismála í héraðinu Henan, sagði á blaðamannafundi að „frá 6. janúar 2023 er smithlutfallið í héraðinu vegna Covid 89 prósent“.

Í héraðinu búa 99,4 milljónir manna og miðað við þessar upplýsingar eru um 88,5 milljónir íbúa Henan-héraðs smitaðir af veirunni.

Kórónuveirusmitum hefur fjölgað mjög í Kína eftir að takmörkunum var aflétt í landinu í síðasta mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka