Árásarmennirnir verða leitaðir uppi

Luiz Inacio Lula Da Silva.
Luiz Inacio Lula Da Silva. AFP

Luiz Inácio Lula da Silva, forseti Brasilíu, lýsti því yfir á blaðamannafundi í dag að árásarmennirnir sem réðust inn í brasilíska þingið yrðu leitaðir uppi og refsað.

Um 300 manns, sem taldir eru stuðningsmenn Jair Bolsonaro, hafa verið handteknir fyrir árás á þingið í gær. Þá réðust einnig æstir stuðningsmenn inn í Hæstarétt Brasilíu og umkringdu á sama tíma forsetahöll Lula, sem tók við forsetaembættinu um áramótin.

Flavio Dino, dómsmálaráðherra Brasilíu, segir að stjórnvöld afli nú frekari upplýsinga um árásina, sem hann kallar hryðjuverk. Fjöldi vopnaðra lögreglumanna hafði eftirlit með stuðningsmannabúðum Bolsonaro í dag.

Fagna sigri Lula

Hæstiréttur hefur leyst ríkisstjóra Brasilíu, Ibaneis Rocha, frá embætti næstu 90 dagana.

Hæstaréttardómarinn Alexandre de Moraes hefur sakað hann um að láta sér fátt finnast um innrásina og lítið gert til þess að koma í veg fyrir hana. Rocha baðst afsökunar í kjölfarið.

Stuðningsmenn Lula hafa þá einnig komið saman víða um Brasilíu og fagnað sigri Lula í forsetakosningunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka