Bolsonaro lagður inn á sjúkrahús

Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu.
Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu. AFP

Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið lagður inn á sjúkrahús í Flórída í Bandaríkjunum vegna kviðverkja.

Eiginkona hans, Michelle Bolsonaro, segir á Instagram að Bolsonaro sé „undir eftirliti á sjúkrahúsi vegna kviðverkja sem stafar af hnífstunguárásinni sem hann varð fyrir 2018“.

Tíðindi þessi koma degi eftir að stuðningsmenn Bolsonaro ruddust inn í þinghús Brasilíu, Hæstarétt Brasilíu og forsetahöll landsins til að mótmæla embættistöku Luiz Inacio Lula da Silva, en hann tók formlega við embætti forseta Brasilíu 1. janúar.

Bolsonaro hefur glímt við ýmis heilsufarsvandamál undanfarin ár og nokkrum sinnum verið lagður inn vegna þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka