Kínverska bylgjan hafi ekki „veruleg“ áhrif í Evrópu

Kínverskir ferðamenn í Bangkok, höfuðborg Tælands.
Kínverskir ferðamenn í Bangkok, höfuðborg Tælands. AFP/Jack Taylor

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gerir ekki ráð fyrir að aukning Covid-19 tilfella í Kína muni hafa „veruleg“ áhrif á stöðuna í Evrópu. 

Í gær var greint frá því að næst­um 90% íbúa í þriðja fjöl­menn­asta héraði Kína séu smituð af kór­ónu­veirunni.

„Ekki er búist við því að áframhaldandi aukning í Kína muni hafa veruleg áhrif á faraldsfræðilegt ástand Covid-19 á svæði WHO í Evrópu,“ sagði Hans Kluge, um­dæm­is­stjóri WHO í Evr­ópu, á blaðamannafundi. 

Kluge kallaði eftir því að ferðatakmarkanir er varða farþega sem koma frá Kína til Evrópu ættu að eiga „rætur í vísindum, að þær væru í réttu hlutfalli og án mismununar“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka